Fréttir

Joburg Open stytt um einn hring vegna nýs afbrigðis covid 19
Thriston Lawrence er í góðri stöðu fyrir lokahringinn í Jóhannesarborg.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 27. nóvember 2021 kl. 07:42

Joburg Open stytt um einn hring vegna nýs afbrigðis covid 19

Mótshaldarar Joburg Open mótsins á DP World Tour hafa ákveðið að stytta mótið um einn hring til þess að auðvelda keppendum að ferðast til síns heima. Ferðatakmarkanir hafa víða verið settar á þá sem ferðast frá sunnanverðri Afríku vegna Ómíkrón afbrigðis covid 19.

Eftir tvo hringi hefur heimamaðurinn Thriston Lawrence örugga forystu en hann hefur leikið báða hringina til þessa á 65 höggum og er samtals á 12 höggum undir pari. Hann hefur fjögurra högga forskot á landa sinn Zander Lombard.

Lokahringur mótsins verður leikinn í dag og hefst klukkan 7.30 að íslenskum tíma.

Staðan í mótinu