Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Jin Young Ko með enn einn sigurinn
Jin Young Ko er komin í efsta sæti heimslistans eftir sigurinn í Suður Kóreu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 24. október 2021 kl. 09:03

Jin Young Ko með enn einn sigurinn

Keppni á BMW Ladies Championship mótinu lauk í morgun og var æsispennandi þar sem bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit.

Jin Young Ko og Hee Jeong Lim voru jafnar að loknum 72 holum á 22 höggum undir pari. Ko lék frábærlega golf á lokahringnum sem hún kláraði á 64 höggum en Lim sem hafði fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn lék á 68 höggum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Ko fékk svo fugl á fyrstu holu bráðabanans á meðan Lim þurfti að sætta sig við par.

Þetta var fjórði sigur Ko á LPGA mótaröðinni á tímabilinu og verður til þess að hún tekur efsta sæti heimslistans af Nelly Korda.

Það vekur athygli hversu vel heimastúlkur frá Suður Kóreu léku á mótinu en þær tóku 7 af 8 efstu sætunum.

Lokastaðan í mótinu