Fréttir

Jin Young Ko efst í New Jersey
Jin Young Ko fór frábærlega af stað í New Jersey.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 8. október 2021 kl. 09:12

Jin Young Ko efst í New Jersey

Suður Kóreu stúlkan Jin Young Ko tók forystuna á fyrsta hring Cognizant Founders Cup sem fram fer í New Jersey. Ko sem situr í öðru sæti heimslistans lék fyrsta hringinn á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot.

Sandra Gal frá Þýskalandi kemur næst á 5 höggum undir pari. Brooke Henderson, Perrine Delacour og Yuka Saso eru þar höggi á eftir.

Staðan í mótinu