Fréttir

Jason Bohn undirbýr sig fyrir PGA mótaröð eldri kylfinga
Jaon Bohn fagnar sigri á Zurich Classic mótinu árið 2010.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 19. október 2021 kl. 11:54

Jason Bohn undirbýr sig fyrir PGA mótaröð eldri kylfinga

Jason Bohn lék lengi á PGA mótaröðinni. Hann á að baki tvo sigra á þeirri mótaröð ásamt nokkrum sigrum á minni mótaröðum.

Bohn afrekaði meðal annars að leika á 58 höggum á lokahring Bayer Championship á kanadísku mótaröðinni og sigra.

Fræg er sagan af því hvernig hann gerðist atvinnumaður. Árið 1992 þegar hann lék fyrir skólalið Alabama háskólans fór hann holu í höggi á góðgerðarmóti sem var milljón dollara virði. Bohn tók við verðlaununum sem þýddu það að hann þurfti að hætta að spila með skólaliðinu og gerðist atvinnumaður.

Árið 2016 fékk Bohn hjartaáfall í búningsklefanum eftir annan hringinn á Honda Classic mótinu. Hann bjargaðist og undirbýr sig nú fyrir að verða nýliði í annað sinn á ferlinum þegar hann verður 50 ára.

Hann fer yfir þennan örlagaríka dag og fleira í meðfylgjandi myndbandi.

Bohn fer yfir daginn örlagaríka