Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Íslandsmót golfklúbba í yngri flokkum - úrslit
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 26. júní 2022 kl. 11:09

Íslandsmót golfklúbba í yngri flokkum - úrslit

Íslandsmótum golfklúbba í yngri flokkum lauk í vikunni.

Alls tóku lið frá 11 golfklúbbum þátt í mótunum, sem leikin voru á Strandarvelli á Hellu og Garðavelli á Akranesi.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Lið Golfklúbbsins Leynis frá Akranesi fagnaði sigri í flokki drengja 18 ára og yngri. Lið Leynis sigraði lið Golfklúbbs Mosfellsbæjar í úrslitaleik. Elsa Maren Steinarsdóttir lék stórt hlutverk í liði Leynis en hún var ein af þremur stúlkum sem kepptu með drengjaliðum í þessum aldursflokki. Lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sigraði lið Golfklúbbs Reykjavíkur í leiknum um þriðja sætið. 

Lokastaðan á mótinu

Í flokki stúlkna 18 ára og yngri sigraði lið Golfklúbbs Reykjavíkur, lið Golfklúbbs Mosfellsbæjar varð í öðru sæti og lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar varð í þriðja sæti.

Lokastaðan á mótinu

Í flokki drengja 16 ára og yngri sigraði lið Golfklúbbs Akureyrar, lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar hafnaði í öðru sæti og lið Golfklúbbsins Keilis í þriðja sæti.

Lokastaðan á mótinu

Annað liða Golfklúbbs Mosfellsbæjar fagnaði sigri á í flokki stúlkna 16 ára og yngri. Lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í öðru sæti og hitt liða Golfklúbbs Mosfellsbæjar hafnaði í þriðja sæti.

Lokastaðan á mótinu

Lið frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar voru í tveimur efstu sætunum í flokki drengja 14 ára og yngri. Annað tveggja liða Golfklúbbsins Keilis hafnaði í þriðja sæti.

Lokastaðan á mótinu

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri sigraði lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sameiginlegt lið Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbsins Setbergs hafnaði í öðru sæti. Liðin voru jöfn að stigum en innbyrðis sigur GKG gegn GK/GSE réði úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lið Golfklúbbs Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti.

Lokastaðan á mótinu