Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Íslandsmót eldri kylfinga – skráningarfresti lýkur á mánudag
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 24. júní 2022 kl. 07:00

Íslandsmót eldri kylfinga – skráningarfresti lýkur á mánudag

Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar dagana 14.-16. júlí. Fyrirkomulag mótsins er höggleikur án forgjafar. Þátttökurétt hafa íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar sem hafa haft a.m.k. þriggja ára samfellda búsetu hér á landi. Þátttakendur skulu vera skráðir félagar í golfklúbb innan GSÍ.

Skráning

Þátttökugjald er 21.000 kr. og fylgir miði á lokahóf á laugardagskvöldinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Keppnisflokkar:

Öldungaflokkur karla 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 18,0 – gulir teigar
Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 26,0 – bláir teigar
Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 22,0 – bláir teigar
Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 29,0 – rauðir teigar

Skráning

Í flokkum 65 ára og eldri er notkun golfbíla heimiluð. Sérstaka heimild til notkunar á golfbílum má veita öðrum keppendum sem framvísa vottorði frá tilnefndum trúnaðarlækni GSÍ.

Umsókn um heimild til notkunar golfbíls skal senda mótanefnd GSÍ að minnsta kosti einni viku áður en mótið hefst. Umsóknin skal send til [email protected] og henni skal fylgja afrit vottorðsins.

Mótsstjórn.

Arnar Geirsson
Steindór Ragnarsson
Jón Heiðar Sigurðsson
Tryggvi Jóhannsson

[email protected]