golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Hvernig er meistara matseðillinn á Masters?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 16:46

Hvernig er meistara matseðillinn á Masters?

Það er alltaf spenna fyrir meistarakvöldverði á Masters mótinu en sigurvegari síðasta árs fær að velja á matseðilinn. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler skilaði af sér matseðlinum nýlega og á honum  er aðalrétturinn Texas Ribeye steik og karfi.

Útfærslur af ostborga og rækjum eru í forrétt, vefjusúpa en toppurinn örugglega Texas steikin. Sigurvegarar á Masters í gegnum tíðina fá svo heita súkkulaðiköku með ís.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fram hefur komið að kylfingar sem færðu sig yfir á LIV mótaröðina fá þátttökurétt og verður fróðlegt að vita hvernig stemmningin verður í kvöldverðinum en óhætt er að segja að það hafi verið nánast uppþot í golfheiminum en margir af bestu kylfingum heims hættu á PGA mótaröðinni og færðu sig þangað. Masters mótið er hins vegar boðsmót og forráðamenn þess ákváðu að bjóða LIV kylfingum sem hafa sigrað á mótinu þátttökurétt. Dustin Johnson, Sergio Garcia, Patrick Reed, Bryson DeChambeau, Brooks Koepka og Bubba Watson eru meðal þeirra.

Scheffler á titil að verja á Augusta í byrjun apríl.