Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Horschel fagnaði sigrinum með leikmönnum West Ham
Billy Horschel ásamt Mark Noble og Declan Rice.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 13. september 2021 kl. 14:51

Horschel fagnaði sigrinum með leikmönnum West Ham

Billy Horschel fór með sigur af hólmi á BMW Championship mótinu sem kláraðist á Wentworth í gær.

Horschel er mikill aðdáandi enska knattspyrnufélagsins West Ham og leikur meðal annars með golfpoka merktum félaginu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mark Noble fyrirliði West Ham og enski landsliðsmaðurinn Declan Rice létu sig ekki vanta á Wentworth og fögnuðu sigrinum með Horschel fram eftir kvöldi. 

Frábær sigur hjá Horschel sem var mikið í mun að sanna sig eftir að hafa ekki verið valinn í Ryder lið Bandaríkjanna í síðustu viku.