Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Horschel fagnaði sigrinum með leikmönnum West Ham
Billy Horschel ásamt Mark Noble og Declan Rice.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 13. september 2021 kl. 14:51

Horschel fagnaði sigrinum með leikmönnum West Ham

Billy Horschel fór með sigur af hólmi á BMW Championship mótinu sem kláraðist á Wentworth í gær.

Horschel er mikill aðdáandi enska knattspyrnufélagsins West Ham og leikur meðal annars með golfpoka merktum félaginu.

Mark Noble fyrirliði West Ham og enski landsliðsmaðurinn Declan Rice létu sig ekki vanta á Wentworth og fögnuðu sigrinum með Horschel fram eftir kvöldi. 

Frábær sigur hjá Horschel sem var mikið í mun að sanna sig eftir að hafa ekki verið valinn í Ryder lið Bandaríkjanna í síðustu viku.

Örninn járn 21
Örninn járn 21