Fréttir

Hola í höggi á sautjándu en tíu boltar í vatnið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 15. mars 2024 kl. 11:32

Hola í höggi á sautjándu en tíu boltar í vatnið

Sautjánda holan á Sawgrass þar sem Players mótið fer fram á PGA mótaröðinni er líklega þekktasta par 3 braut í heimi, alla vega ein af þeim. Þó hún sé aðeins rúmlega 100 metra löng þá er meðalskorið yfirleitt alltaf yfir pari. 

S-Afríku kylfingurinn Ryan Fox náði fínu höggi, boltinn lenti 7-8 metra frá stöng og söng svo í holu eftir laglegan bakspuna. Því má bæta við að Fox fékk örn á holunni á undan þannig að hann fékk tvo í röð sem er mjög sjaldgæft.

Sam Ryder var ekki jafn heppinn. Hann átti glæsilegt högg inn á flöt sem lenti nokkra metra fram fyrir stöng og var ekki langt frá því að enda í holu en bakspuninn var of mikill og boltinn rúllaði til baka í vatnið. Ryder þurfti að sætta sig við tvöfaldan skolla.

Á fyrsta degi fóru tíu boltar í vatnið, það komu 23 fuglar en líka sjö tvöfaldir skollar. Meðalskorið var 3.087. Alls léku 138 kylfingar holuna á fyrsta degi, sex náðu ekki að klára vegna frestunar.