Örninn 2023 fatnaður
Örninn 2023 fatnaður

Fréttir

Hlynur náði sér ekki á strik á öðrum hring
Hlynur Bergsson. Ljósmynd: GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 23. júní 2022 kl. 19:17

Hlynur náði sér ekki á strik á öðrum hring

Hlynur Bergsson úr GKG leikur um þessar mundir á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer í Valencia á Spáni. Hlynur lék prýðilega á fyrsta hring og kom í hús á 1 höggi yfir pari Parador Campo de Golf El Saler.

Okkar maður náði sér ekki alveg á strik á öðrum hringnum en það var vindasamt á hringnum og völlurinn fljótur að refsa fyrir minnstu mistök. Hlynur kom í hús á 82 höggum í dag eða á 10 höggum yfir pari. Hann er því samtals á 11 höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina.

Leiknir verða fjórir hringir en skorið verður niður eftir þrjá. Hlynur á rástíma á þriðja hring rétt fyrir hálfsjö í fyrramálið á íslenskum tíma.

Það er Ítalinn, Pietro Bovari sem leiðir að loknum tveimur hringjum á 7 höggum undir pari.

Staðan á mótinu