Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Hjalti Kristján Íslandsmeistari 12 ára og yngri
Sunnudagur 14. ágúst 2022 kl. 12:43

Hjalti Kristján Íslandsmeistari 12 ára og yngri

Hjalti Kristján Hjaltason, GM, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik 2022 í flokki 12 ára og yngri í piltaflokki. Leikið var Setbergsvelli en leiknir voru þrír 9 holu hringir.

Hjalti Kristján lék á 112 höggum eða 4 höggum yfir pari, (37-36-39). Hann var tveimur höggum á undan næsta keppenda. Björn Breki Halldórsson, GKG, varð annar á 114 höggum (38-39-37), og Halldór Jóhannsson, GK, varð þriðji á 117 höggum (41-39-37).