Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Heimamaðurinn Iwata efstur eftir fyrsta hring í Japan
Rickie Fowler lék fyrsta hringinn á pari og er til alls líklegur eftir gott mót í síðustu viku.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 12:24

Heimamaðurinn Iwata efstur eftir fyrsta hring í Japan

Hiroshi Iwata lék best allra á fyrsta hring ZOZO Championship á PGA mótaröðinni í Japan. Iwata var á 63 höggum á Narashino Country Club vellinum sem er par 70.

Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama eru jafnir í öðru sæti höggi á eftir Iwata.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

78 kylfingar taka þátt í mótinu og náðu 28 þeirra að leika undir pari á fyrsta hring.

Ólympíumeistarinn Xander Schauffele lék fyrsta hringinn á pari og sigurvegari Opna mótsins Collin Morikawa lék á höggi yfir pari.

Staðan í mótinu