Fréttir

Hart barist á Íslandsmóti unglinga og góð skor
Böðvar Bragi Pálsson er jafn í forystu í flokki 19-21 árs.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. ágúst 2022 kl. 17:08

Hart barist á Íslandsmóti unglinga og góð skor

Efstu kylfingar á Íslandsmóti unglinga í höggleik í Leirdal eru undir pari. Aðstæður voru góðar á fyrsta keppnisdegi og ungmennin eru mörg að spila gott golf. Mjög gott skor er hjá bestu drengjunum.  

Í þremur drengjaflokkum eru efstu kylfingar á þremur höggum undir pari. Í flokki 15-16 ára drengja eru Veigar Heiðarsson, GA og Guðjón Frans Halldórsson úr GKG eru á þremur höggum undir pari. Í flokki 17-18 ára er Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG á -3, 68 höggum og sömuleiðis eru efstu menn á -3 í flokki 19-21 árs. Þar eru Aron Emil Gunnarsson, GOS, Logi Sigurðsson, GS og Böðvar Bragi Pálsson, GR, allir á þremur undir.

Í stúlknaflokkum er einnig hart barist. Í 15-16 ára flokki er Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, meðal þátttakenda en hún er 15 ára og að verða 16 ára. Þegar liðið var á seinni hringinn var hún í forystu á +4. Í flokki 17-18 ára flokki er Berglind Erla Baldursdóttir, GM, efst á +3.

Keppni lýkur í tveimur yngstu flokkunum, 13-14 og 12 ára og yngri á morgun, laugardag. 

Við munum birta úrslit þegar þau berast.

Skor má sjá á golfbox.