Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Haraldur og Guðmundur báðir á 70 höggum á fyrsta hring
Costa Brava Challenge er síðasti möguleikinn fyrir strákan til að tryggja sig inn á lokamótið.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 20. október 2021 kl. 08:22

Haraldur og Guðmundur báðir á 70 höggum á fyrsta hring

Ekki náðist að klára fyrsta hring Costa Brava Challenge mótsins á Áskorendamótaröð Evrópu í gær vegna myrkurs.

Okkar menn Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín náðu þó báðir að klára sína hringi. Þeir léku báðirfyrsta hringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Eins og staðan er núna eru þeir í 35.-50. sæti mótsins.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Þeir þurfa því að halda vel á spöðunum í dag til að tryggja að þeir komist í gegnum niðurskurðinn. Haraldur fer af stað klukkan 9 að íslenskum tíma en Guðmundur klukkan 14:10.

Þetta er síðasta mótið fyrir lokamótið þar sem 45 efstu á stigalistanum berjast um 20 sæti á Evrópumótaröðinni fyrir næsta tímabil. Haraldur var í 46. sæti listans fyrir mótið og Guðmundur í 87. sæti.

Skorkort Guðmundar:

Skorkort Haraldar:

Staðan í mótinu