Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Haraldur lék áfram gott golf og komst áfram í lokahringinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 13. ágúst 2022 kl. 17:35

Haraldur lék áfram gott golf og komst áfram í lokahringinn„Ég sló mjög vel allan hringinn og lenti ekki í neinum vandræðum en pútterinn var ískaldur. Engu að síður fín frammistaða,“ sagði Haraldur Franklín Magnús að loknum þriðja hring á ISPS Handa World International á DP Evrópumótaröðinni í N-Írlandi. 

Haraldur sagði að Galgorm völlurinn væri orðinn mjög þurr og margar pinnastaðsetningar erfiðar. Ég spilaði stöðugt golf, einn fugl og einn skolli á fyrri níu en svo kom annar fugl á 17. braut. Hélt ég þyrfti annan fugl á 18. holu út af þriðja niðurskurði og spilaði djarft. Gekk ekki en náði að bjarga pari. Hlakka til morgundagsins,“ sagði okkar maður sem er jafn í 21. sæti. 

Mótið er á DP Evrópumótaröðinni en Haraldur er með þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni. „Það er virkilega gaman að spila hér. Vil vera á þessari mótaröð og tel mig eiga fullt erindi þar og gott betur,“ sagði Haraldur Franklín.

Niðurskurðurinn á þriðja hring miðaðist við parið og eru 40 kylfingar á því skori og betra. 

Staðan eftir 54 holur