Fréttir

Haraldur jafn í efsta sæti eftir frábæran annan hring
Haraldur lék frábært golf í Höfðaborg. Þessi mynd var tekin af kappanum í öðrum hring. kylfingur.is/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 9. febrúar 2024 kl. 13:52

Haraldur jafn í efsta sæti eftir frábæran annan hring

Haraldur Franklín Magnús var heldur betur vel á boltanum á öðrum hring á Bain’s Whisky Cape Town mótinu í Höfðaborg í S-Afríku. Haraldur lék annan hringinn á sex höggum undir pari og er jafn í efst sæti eftir fyrsta hring.

Haraldur fékk sex fugla á hringnum og tólf pör og tapaði ekki höggi á hringnum. Á fyrsta hringnum var hann á -3 og fékk þá fjóra fugla og einn skolla. Hörku flott spilamennska hjá okkar manni í Suður Afríku sem er að leika á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour í Evrópu.

„Ég hef ekki spilað vel hérna áður og þetta var því þolinmæði. Ég náði að bjarga mörgum pörum og púttaði vel þannig að þetta var góður hringur. Það er

gaman að vera í toppbaráttunni og ég hlakka til helgarinnar. Markmiðið verður að ná pörum því spáin er að það eigi eftir að bæta í vindinn,“ sagði Haddi í viðtali eftir hringinn en viðtalið fylgir hér með í fréttinni.