Fréttir

Haraldur í toppbaráttunni - Guðmundur fékk „sprengju“
Haraldur Franklín er á þriðja besta skorinu eftir fyrsta hringinn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 15. september 2022 kl. 21:19

Haraldur í toppbaráttunni - Guðmundur fékk „sprengju“

Það voru ólík hlutskipti í fyrsta hring hjá þeim félögum Haraldi Franklín Magnús og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á áskorendamóti í Portúgal. Haraldur eru í toppbaráttunni en Guðmundur er við botninn. 

Haraldur lék fanta flott golf og kom inn á þremur höggum undir pari en Guðmundur lenti í vandræðum og endaði hringinn á sex yfir pari.

Haraldur fékk fimm fugla og tvo skolla og er á þriðja besta skori dagsins með fleiri kylfingum. 

Guðmundur lék 15 holur á pari en …fékk 9 högg, 4 yfir á 5. braut sem er par 5. Svo fékk hann skolla á 8. og 9. braut og endaði því á +6. 

Leikið er á Royal Óbidos Spa & Golf Resort í Var Óbidos í Portúgal. 

Staðan eftir fyrsta hring.