Fréttir

Haraldur Franklín jafn fjórtándi
Föstudagur 3. mars 2023 kl. 07:23

Haraldur Franklín jafn fjórtándi

Haraldur Franklín Magnús GR lék á þremur höggum undir pari á Camiral Golf & Wellness mótinu á Ecco mótröðinni. Það dugði honum í fjórtánda sæti á fyrsta hring. Haraldur fékk fjóra fugla og einn skolla á hringnum. Þrír fuglanna komu í röð á 15.-17 holu. Axel Bóasson GK lék á einu höggi yfir pari og Hákon Örn Magnússon GR á 4 höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan í mótinu miðast við par eftir fyrsta hring. Veðrið á Spáni er aðeins að stríða leikmönnum en fresta þurfti fyrstu rástímum í morgun vegna frosts. 

Fylgjast má með skori keppenda hér. Gert er ráð fyrir að fyrstu menn fari út kl. 10:00 að staðartíma á PGA Catalunya.