Fréttir

Haraldur Franklín á pari á fyrsta hring í Þýskalandi
Haraldur Franklín Magnús
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 21. júlí 2022 kl. 19:02

Haraldur Franklín á pari á fyrsta hring í Þýskalandi

Haraldur Franklín Magnús úr GR hóf leik á Big Green Egg German Challenge á Áskorendamótaröð Evrópu í dag en leikið er á Wittelsbacher vellinum í Þýskalandi. Bjarki Pétursson úr GKG og Andri Þór Björnsson úr GR rétt misstu af mótinu en þeir voru ofarlega á biðlista. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG sat hjá.

Haraldur Franklín lék nokkuð stöðugt golf í dag. Hann fékk par á fyrstu 14 holurnar áður en hann fékk fugl á þá 15. Pari á 16. holu fylgdi skolli á 17. og þá par á 18. holu. Okkar maður kom því í hús á pari vallarins og er um miðjan hóp að loknum fyrsta hring.

Tadeáš Tetak frá Slóvakíu er efstur eftir fyrsta hringinn á 8 höggum undir pari, einu höggi á undan Manuel Elvira frá Spáni.

Haraldur Franklín verður ræstur út á annan hring klukkan 11:35 á íslenskum tíma á morgun.

Staðan á mótinu