Fréttir

Haraldur endaði í 10. sæti
Haraldur endaði í 10. sæti og er í 46. sæti stigalistans.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 17. október 2021 kl. 16:51

Haraldur endaði í 10. sæti

Haraldur Franklín hefur lokið leik á Emporada Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu.

Fyrri níu holurnar í dag voru Haraldi erfiðar en hann lék þær á 2 höggum yfir pari. Hann sýndi mikinn karakter og lék frábærlega á seinni níu sem hann kláraði á 5 undir pari. Niðurstaðan því 68 högg og 13 undir pari samtals.

Haraldur endar mótið í 10. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum. Hann fer upp um fjögur sæti á stigalistanum og er þá kominn í 46. sæti.

Julien Brun frá Frakklandi sigraði á mótinu á 18 höggum undir pari. Jon Thomson frá Englandi varð í öðru sæti höggi á eftir Brun. Thomson lék frábærlega í dag á 62 höggum þrátt fyrir að hafa fengið tvo skolla.

Síðasta mótið fyrir lokamótið þar sem 45 efstu bítast um 20 sæti á Evrópumótaröðinni hefst á fimmtudaginn.

Lokastaðan í mótinu

Staðan á stigalistanum