Fréttir

Haraldur á pari í Sydney
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 30. nóvember 2023 kl. 12:25

Haraldur á pari í Sydney

Haraldur Franklín Magnús lék fyrsta hringinn á Opna ástralska mótinu á pari en mótið fer fram á Lakes golfvellinum í Sydney. Haraldur er meðal þátttakenda á öðru móti sínu í röð á DP mótaröðinni eftir góðan árangur á lokaúrtökumótum.

Haddi sem endaði jafn í 33. sæti á móti í Ástralíu í síðustu viku byrjaði hringinn í Sydney í morgun frekar illa og fékk þrjá skolla á fyrstu fimm brautunum. Okkar maður náði þó hrollinum úr sér og fékk fjóra fugla á næstu þrettán holum. Einn skolli laumaðist á skorkortið og niðurstaðan því 72 högg eða par vallarins. Hann er meðal þrettán annarra kylfinga á því skori. Nokkrir þekktir kylfingar eru í þessum hópi, m.a. Ástralinn Adam Scott, Nýsjálendingurinn Peter Lonard og Englendingurinn Eddi Pepperell.

Heimamaðurinn Cam Davis er í forystu. Hann rúllaði Lakes vellinum upp og kom inn á níu höggum undir pari.

Staðan.