Public deli
Public deli

Fréttir

Haraldur á einu yfir pari á Copenhagen Challenge
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. maí 2023 kl. 10:19

Haraldur á einu yfir pari á Copenhagen Challenge

Haraldur Franklín Magnús lauk leik á Copenhagen Challenge á Áskorendamótaröðinni á einu höggi yfir pari. Hann endaði í 33. sæti og lék tvo hringi á pari, einn á þremur undir og einn á fjórum yfir pari.

Þetta er þriðja mót Haraldar á mótaröðinni á þessu tímabili. Hann endaði í 25. sæti í Abu Dhabi en komst svo ekki í gegnum niðurskurðinn á móti í Hollandi í síðustu viku.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Þegar þetta er skrifað er mótinu ekki lokið en í toppbaráttunni er hinn þekkti Ítali, Matteo Manasero.

„Ég spilaði gott golf fyrstu tvo dagana í miklu roki en var ekki góður á þriðja hringnum. Átti fínn á lokahringnum,“ sagði Haraldur í stuttu spjalli við kylfing.is en unnusta hans, Kristjana Arnarsdóttir var á pokanum hjá sínum manni á lokahringnum. Arnar Björnsson, tengdafaðir hans og pabbi Kristjönu, passaði litlu dóttur þeirra á meðan unga parið var á golfvellinum.

Þess má geta að bróðir Haraldar, Kjartan Franklín er í námi í borginni og bróðir Kristjönu, Egill, býr þar. 

Haraldur verður í eldlínunni í næstu viku þegar hann keppir í Tékklandi.

Á heimasíðu mótaraðarinnar má sjá tvö flott myndskeið af Haraldi á mótinu.

Staðan.