Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Haotong sigraði á dramatískan hátt og fagnaði ógurlega
Li Haotong sigurreifur í Munchen. Ljósmynd: golfsupport.nl/Emanuel
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 27. júní 2022 kl. 23:20

Haotong sigraði á dramatískan hátt og fagnaði ógurlega

Hafði ekki sigrað á Evrópumótaröðinni síðan árið 2018

Li Haotong frá Kína sigraði á BMW International Open í umspili við Thomas Pieters frá Belgíu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Haotong setti niður rúmlega 12 metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu umspilsins og Pieters tókst ekki að svara því. Þetta var fyrsti sigur Haotong síðan árið 2018 þegar hann hafði betur á lokahringnum gegn sjálfum Rory McIlroy.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Þeir félagar léku hringina fjóra á 22 höggum undir pari. Haotong lék fyrsta hringinn á 62 höggum eða á 10 höggum undir pari vallarins í Munchen.

Nýsjálendingurinn Ryan Fox hafnaði í þriðja sæti á 20 höggum undir pari.

Lokastaðan á mótinu