Fréttir

Hansen sigraði í Dubai
Joachim B. Hansen sigraði í annað sinn á ferlinum í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 14. nóvember 2021 kl. 14:17

Hansen sigraði í Dubai

Daninn Joachim B. Hansen tryggði sér sinn annan sigur á Evrópumótaröðinni á ferlinum þegar hann sigraði á Aviv Dubai Championship mótinu í gær.

Hansen lék af öryggi á lokahringnum, fékk fjóra fugla og fjórtán pör og endaði samtals á 23 höggum undir pari. Sigur hans var engu að síður naumur þar sem Bernd Wiesberger og Fransesco Laporta voru aðeins höggi á eftir.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Hansen sigraði síðast fyrir einu ári á Joburg Open mótinu en þessi 31 árs gamli Dani hefur sex sinnum þurft að fara í gegnum úrtökumótin til að tryggja þátttökurétt sinn á mótaröðinni.

Sigur Hansen var fjórði danski sigurinn í síðustu 10 mótum á Evrópumótaröðinni. Áður höfðu Jeff Winther og Hojgaard bræður sigrað nýlega.

Hansen færist með sigrinum upp í 43. sæti stigalista mótaraðarinnar.

Lokastaðan í mótinu