Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Guðrún Brá og Ólafía Þórunn á Czech Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kirstinsdóttir
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 24. júní 2022 kl. 23:38

Guðrún Brá og Ólafía Þórunn á Czech Ladies Open

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR luku leik á fyrsta hring Czech Ladies Open fyrr í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá kom í hús á 74 höggum eða á 2 höggum yfir pari en Ólafía Þórunn á 75 höggum eða á 3 höggum yfir pari Royal Beroun vallarins.

Þær eru sem stendur nokkuð fyrir neðan miðjan hóp en mótið er rétt nýhafið.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Það er hin danska, Nicole Broch Estrup, sem leiðir á 7 höggum undir pari, einu höggi á undan Austurriíksmanninum Emma Spitz.

Ólafía Þórunn á rástíma á annan hringinn uppúr klukkan sex í fyrramálið á íslenskum tíma en Guðrún Brá upp úr klukkan sjö.

Staðan á mótinu