Örninn 2023 fatnaður
Örninn 2023 fatnaður

Fréttir

Guðrún Brá og Ólafía Þórunn á Czech Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kirstinsdóttir
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 24. júní 2022 kl. 23:38

Guðrún Brá og Ólafía Þórunn á Czech Ladies Open

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR luku leik á fyrsta hring Czech Ladies Open fyrr í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá kom í hús á 74 höggum eða á 2 höggum yfir pari en Ólafía Þórunn á 75 höggum eða á 3 höggum yfir pari Royal Beroun vallarins.

Þær eru sem stendur nokkuð fyrir neðan miðjan hóp en mótið er rétt nýhafið.

Það er hin danska, Nicole Broch Estrup, sem leiðir á 7 höggum undir pari, einu höggi á undan Austurriíksmanninum Emma Spitz.

Ólafía Þórunn á rástíma á annan hringinn uppúr klukkan sex í fyrramálið á íslenskum tíma en Guðrún Brá upp úr klukkan sjö.

Staðan á mótinu