Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Guðrún Brá náði sér ekki á strik á fyrsta hring
Guðrún Brá náði sér ekki á strik á fyrsta hring lokamóts Evrópumótaraðarinnar.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 25. nóvember 2021 kl. 16:03

Guðrún Brá náði sér ekki á strik á fyrsta hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf í dag leik á lokamóti Evrópumótaraðar kvenna á Spáni. Hún lék fyrsta hringinn á 79 höggum og er í 68. sæti mótsins.

Guðrún fékk einn fugl, sex skolla og einn tvöfaldan skolla á hring dagsins.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Skorkort Guðrúnar:

Almennt var skorið nokkuð hátt í dag og aðeins voru 20 kylfingar sem náðu að leika á pari eða betur. Þrjár stúlkur eru efstar og jafnar eftir fyrsta hring, Manon De Roey frá Belgíu, Anne-Lise Caudal frá Frakklandi og Fatima Fernandez Cano frá Spáni.

Athygli vakti í dag að Felicity Johnson var með Mike Dean dómara úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem kylfusvein eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Staðan í mótinu