Fréttir

Guðrún Brá hefur leik á lokamótinu á morgun
Síðasta mót ársins hjá Guðrúnu Brá hefst á morgun.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 24. nóvember 2021 kl. 08:34

Guðrún Brá hefur leik á lokamótinu á morgun

Lokamót Evrópumótaraðar kvenna hefst á morgun á Los Naranjos golfvellinum í Andalúsíu á Spáni.

Atthaya Thitikul frá Tælandi hefur þegar tryggt sér stigameistaratitilinn en þó er að miklu að keppa fyrir flesta kylfinga.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Verðlaunafé er með því hæsta sem gerist á mótaröðinni eða um 90 milljónir króna.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur leik klukkan 11:58 að staðartíma á morgun og leikur fyrsta hringinn með heimakonunni Marta Martin og Linette Holmslykke frá Danmörku. Guðrún situr í 77. sæti stigalistans fyrir lokamótið og á góða möguleika á að hífa sig upp um nokkur sæti með góðri spilamennsku á mótinu.

Hér má fylgjast með skori keppenda