Fréttir

Guðrún Brá fjórum höggum frá niðurskurði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 10. september 2022 kl. 10:43

Guðrún Brá fjórum höggum frá niðurskurði

Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Sviss Open á LET Evróppumótaröðinni. Guðrún lék 36 holurnar á fimm yfir pari og var fjögur högg frá því að komast á þriðja hringinn. 

Guðrún hefur ekki verið að finna sig undanfarnar vikur og átt í vandræðum með sláttinn. Þetta var þriðja mótið hennar í röð síðsumars og hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á neinu þeirra. Eins og staðan er nú er líklegt að hennar bíði úrtökumót í desember.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Árangur Guðrúnar 2022.