Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Guðmundur komst áfram - Haraldur úr leik
Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn og á enn möguleika á að spila sig inn á lokamótið. Til þess þarf hann á tveimur frábærum hringjum að halda.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 10:34

Guðmundur komst áfram - Haraldur úr leik

Fresta þurfti leik á öðrum hring Costa Brava Challenge á Áskorendamótaröð Evrópu vegna myrkurs í gær. Kylfingar kláruðu því annan hringinn nú í morgun og þá varð ljóst að niðurskurðurinn yrði miðaður við eitt högg yfir pari.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék annan hringinn á höggi undir pari og er því samtals á tveimur höggum undir pari eftir tvo hringi. Guðmundur hefur hafið leik á þriðja hring og er kominn í þrjú högg undir par samtals og í 18. sæti mótsins. Takist Guðmundi að setja saman tvo frábæra hringi á hann enn möguleika á að spila sig inn á lokamótið í nóvember.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Haraldur Franklín lék annan hringinn á fjórum höggum yfir pari og endaði samtals á þremur yfir eftir tvo hringi. Hann var því tveimur höggum frá því að komast áfram. Svekkjandi endir á annars góðu tímabili fyrir Harald sem fékk þrefaldan skolla á sinni 17. holu á öðrum hring.

Staðan í mótinu