Fréttir

Guðmundur keppir í Svíþjóð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 23. ágúst 2022 kl. 17:51

Guðmundur keppir í Svíþjóð

„Ég var einfaldlega ekki nógu góður og var mjög mistækur þó ég væri að slá vel af teig. Var ekki að setja mig í nógu mörg fuglafæri,“ segir Guðmundur Ágúst Kristjánsson um síðasta mót sitt sem var í Stokkhólmi í Svíþjóð en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn frekar en Haraldur Franklín sem keppir ekki í þessari viku. 

Guðmundur er áfram í Svíaríki og verður meðal keppenda á næsta móti sem fram fer á Allerum vellinum við borgina Helsingborg í Svíþjóð dagana 25.-28. ágúst. Haraldur Franklín er í fríi í þessari viku en verður meðal keppenda í næstu viku sem og Guðmundur.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

„Það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram. Ég er ekki að spila illa og hlakka bara til að keppa aftur,“ sagði Guðmundur í stuttu spjalli við kylfing.is. 

Andri Þór Björnsson, GR, og Bjarki Pétursson, GKG, eru á biðlista fyrir næsta mót og eru 4. og 5. sæti biðlistans. Bjarki fékk þátttökurétt á fimmtudagsmorgni og hefði getað tekið þátt ef hann hefði verið á svæðinu. 

Guðmundur Ágúst er í 82. sæti stigalistans á Áskorendamótaröðinni og Haraldur Franklín er í sætinu þar fyrir neðan. Lokamót tímabilsins fer fram á Mallorca í byrjun nóvember þar sem að 45 stigahæstu keppendurnir keppa um 20 laus sæti á DP-Evrópumótaröðinni.

Heimasíða Allerum golfklúbbsins í Svíþjóð.