Public deli
Public deli

Fréttir

Guðmundur höggi frá niðurskurðinum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 10. mars 2023 kl. 17:21

Guðmundur höggi frá niðurskurðinum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Kenya Open á DP Evrópumótaröðinni. Guðmundur lék á pari vallarins en það var höggi of mikið.

Þetta var níunda mót Guðmundar á mótaröðinni. Hann lék á fjórum mótum í lok árs. Eftir áramót náði hann niðurskurðinum á þremur mótum í röð og vann sig upp stigalistann. Hann þarf að enda í topp 125 í lok árs til að halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni. 

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hann hefur unnið sér inn tæpar 4 milljónir króna á tímabilinu. 

Staðan: