Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Guðmundur endaði í 14. sæti á Spáni
Ágætu tímabili er nú lokið hjá Guðmundi og Haraldi sem gera aðra atlögu að Evrópumótaröðinni á næsta ári.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 22. október 2021 kl. 14:28

Guðmundur endaði í 14. sæti á Spáni

Eftir hetjulega baráttu gaf Guðmundur Ágúst Kristjánsson aðeins eftir á seinni níu holum lokahrings Costa Brava Challenge mótsins á Spáni.

Guðmundur byrjaði hringinn frábærlega og fékk fugla á fyrstu þrjár brautir dagsins. Hann bætti svo við fugli á 9. braut og lék fyrri níu holurnar á 31 höggi.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Á seinni níu tókst Guðmundi ekki að fá fugl en fékk tvo skolla. 69 högg því niðurstaðan á hring dagsins og 10 högg undir pari samtals í mótinu.

Það dugði Guðmundi í 14. sæti mótsins og hann hækkaði sig um 7 sæti á stigalistanum. Fór úr 87. sæti í það 80. 

Haraldur Franklín tók einnig þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið 17. brautina á öðrum degi á 8 höggum. Aðeins munaði tveimur höggum að Haraldur kæmist áfram.

Haraldur endar tímabilið í 48. sæti stigalistans grátlega nálægt því að komast inn á lokamótið þar sem 45 efstu kylfingarnir keppast um 20 laus sæti á Evrópumótaröðinni fyrir næsta tímabil.

Ágætu tímabili því lokið hjá strákunum. Reynslan og árangurinn á þessu tímabili á eftir að verða þeim gott veganesti fyrir næsta tímabil þar sem þeir gera aðra atlögu að því að komast inn á Evrópumótaröðina. 

Lokastaðan í mótinu