Fréttir

Guðmundur Ágúst endaði í 20. sæti í Frakklandi
Guðmundur Ágúst lék á tveimur höggum undir pari í dag og kláraði í 20. sæti.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 19. september 2021 kl. 15:03

Guðmundur Ágúst endaði í 20. sæti í Frakklandi

Nú er að ljúka lokahringnum á Hopps Open de Provence á Áskorendamótaröð Evrópu.

Bjarki Pétursson var í góðri stöðu fyrir lokahringinn í 11. sæti mótsins. Bjarka fataðist hins vegar flugið í dag og lék á 78 höggum. Við það féll hann niður í 48. sæti sem er engu að síður hans besti árangur á mótaröðinni. Hann sýndi það í þessu móti að hann er aðeins hársbreidd frá því að gera sig gildandi af alvöru á mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari og endar mótið í 20. sæti á níu höggum undir pari. Við það fer hann upp um þrjú sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar úr 79. sæti í það 76.

Það er hörð barátta á toppnum og þrír kylfingar á leið í bráðabana um sigurinn.

Staðan í mótinu