Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Guðmundur Ágúst á mikilli siglingu
Guðmundur Ágúst er kominn í góða stöðu á Costa Brava mótinu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 12:39

Guðmundur Ágúst á mikilli siglingu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á mikilli siglingu á þriðja hring Costa Brava Challenge mótsins.

Hann hefur nú fengið fimm fugla í röð og er kominn upp í 6. sæti mótsins á 8 höggum undir pari samtals. Það er nákvæmlega þetta sem Guðmundur þarf á að halda til að eiga möguleika á að spila sig inn á lokamótið.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Vonandi er þetta aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal hjá Guðmundi sem þarf að enda alveg við toppinn til að fá þátttökurétt á lokamótinu.

Staðan í mótinu