Fréttir

Golfklúbbur Reykjavíkur tvöfaldir Íslandsmeistarar
Golfklúbbur Reykjavíkur tryggði sér tvo Íslandsmeistaratitla í dag
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 24. júlí 2021 kl. 15:42

Golfklúbbur Reykjavíkur tvöfaldir Íslandsmeistarar

Liðsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur urðu í dag tvöfaldir Íslandsmeistarar þegar þeir sigruðu Íslandsmót Golfklúbba í karla og kvennaflokki.

Í karlaflokki mættu GR-ingar GKG og höfðu sigur í gríðarlega spennandi leik. Lokatölur 3-2 GR í vil þar sem Hákon Örn Magnússon tryggði sínu liði sigur í síðasta leik dagsins.

Úrslit í einstökum leikjum:

Í leiknum um 3. sætið sigraði Golfklúbbur Selfoss Golfklúbb Vestmannaeyja örugglega. Lokatölur 4-1 Selfyssingum í vil.

Í kvennaflokki sigruðu GR-ingar einnig. Að þessu sinni eftir viðureign við Golfklúbb Mosfellsbæjar þar sem GR konur hlutu 3,5 vinninga gegn 1,5 vinningum Mosfellinga.

Úrslit í einstökum leikjum:

Golfklúbbur Akureyrar tryggði sér 3. sætið með sigri á GKG stúlkum.

Kylfingur.is óskar Golfklúbbi Reykjavíkur innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.