Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Golfklúbbur Reykjavíkur lék á Evrópumóti klúbba í Portúgal
Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sem lék í Portúgal. - mynd golf.is
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 24. október 2021 kl. 09:58

Golfklúbbur Reykjavíkur lék á Evrópumóti klúbba í Portúgal

Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur endaði í 9. sæti af 24 liðum á Evrópumóti Golfklúbba sem lauk í Portúgal í gær.

GR-ingar léku hringina þrjá samtals á 16 höggum yfir pari. Sveit Rosendaelsche Golfclub frá Hollandi sigraði á mótinu eftir harða keppni við sveit franska golfklúbbsins Golf de Biarirtz le Phare.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur var skipuð þeim Jóhannesi Guðmundssyni, Hákoni Erni Magnússyni og Viktori Inga Einarssyni. Liðsstjóri var Arnór Ingi Finnbjörnsson.

Viktor Ingi lék hringina þrjá á samtals 9 höggum yfir pari sem var besta skor GR-inga. Hákon Örn lék samtals á 12 höggum yfir og Jóhannes á 17 höggum yfir.

Lokastaðan í mótinu