Fréttir

Golfklúbbur Grindavíkur gerður heiðursfélagi Golfklúbbs Suðurnesja árið 2024
Mót í Leirunni á sumardaginn fyrsta fyrir nokkrum árum.
Mánudagur 11. mars 2024 kl. 13:46

Golfklúbbur Grindavíkur gerður heiðursfélagi Golfklúbbs Suðurnesja árið 2024

Óvissuástand ríkir um opnun Húsatóftavallar, golfvöll Golfklúbbs Grindavíkur (GG), því hefur Golfklúbbur Suðurnesja (GS) boðið félagsmönnum GG að leika heimavöll sinn, Hólmsvöll í Leiru, án endurgjalds í ár.

Á vef GS segir: „Það er því afar ánægjulegt að tilkynna að framkvæmdastjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ákveðið að bjóða vinum okkar úr Golfklúbbi Grindavíkur (GG) að leika Hólmsvöll árið 2024 án endurgjalds. Allir félagsmenn GG sem greiða félagsjöldin fyrir árið 2024 til klúbbsins verða því heiðursfélagar Golfklúbbs Suðurnesja árið 2024.“

Það ríkir mikil óvissa með framhaldið hvort Húsatóftavöllur fái tækifæri til að opna á sínum hefðbundna opnunartíma um miðjan apríl en klúbburinn hefur verið í samtali við almannavarnir og þá aðila sem koma að skipulagningu á jarðskönnun fyrir Grindavíkursvæðið og er áætlað að á næstum vikum verði Húsatóftavöllur skannaður og gögn unnin út frá því.