Fréttir

Golfbíll Sigga Sveins fannst í Mosfellsdal
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 21. febrúar 2024 kl. 14:32

Golfbíll Sigga Sveins fannst í Mosfellsdal

„Gamli skolli er fundinn í Mosfellsdal illa á sig kominn og líklegast búinn að vera kaldur og yfirgefinn í 2-3 mánuði,“ segir Sigurður Sveinsson, kylfingur og fyrrverandi handboltakappi í færslu á Facebook en golfbíl hans var stolið úr gám hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Siggi sendi þjófunum skilboð á Facebook þar sem hann segir þá geta sent sér skilaboð um hvar bílinn sé að finna en ef ekki muni hann eyða restinn af ævinni til að hafa upp á þeim og dýfa þeim í tjöru og fiðra.

Siggi segir að björgunaraðgerðir séu hafnar og þakkar þeim sem deildu pistlinum hans.