Fréttir

Góð byrjun hjá Guðmundi í Hollandi
Guðmundur Ágúst á Bernardus golfvellinum í fyrsta hring. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 25. maí 2023 kl. 20:19

Góð byrjun hjá Guðmundi í Hollandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur lék vel á fyrsta hring á hollenska KLM mótinu. Hann kom inn á einu höggi undir pari og er jafn í 44. sæti. 

Okkar maður byrjaði hringinn mjög vel og var á þremur undir eftir 8 holur en þá kom skolli en hann svaraði með fugli á 10. braut. Hann fékk síðan skolla á 15. og 17. braut og endaði á -1. 

Jorge Sampillo fry Spáni er í forystu á -9, 63 höggum og á þrjú högg á næstu kylfinga.

Guðmundur fer út rétt fyrir klukkan níu á staðartíma en hann var út eftir hádegi í fyrsta hring.

Staðan.

Guðmundur er ekki eini Íslendingurinn á KLM mótinu því Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður er við störf á mótinu. Hann mundaði myndavélina nokkrum sinnum í fyrra og var í dag í eldlínunni með fréttamanni í viðtölum.