Fréttir

Garrigus með lægsta skor á einni holu síðan 1983
Robert Garrigus lék frábærlega á 5. braut á Barbasol Championship
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 20. júlí 2021 kl. 18:24

Garrigus með lægsta skor á einni holu síðan 1983

Robert Garrigus endaði í 31. sæti á Barbasol Championship á PGA mótaröðinni í síðustu viku. Fínn árangur hjá Garrigus sem fyrir nokkrum árum var að meðal fremstu kylfinga heims.

Garrigus lék sérstaklega vel á 5. braut Keene Trace vallarins sem er tæplega 500 metra par 5 braut.

Samanlagður höggafjöldi Garrigus á 5. braut í mótinu var 12 högg eða 8 högg undir pari. Fugl, albatross, örn, örn, takk fyrir.

Þetta er lægsta skor kylfings frá pari á einni braut á PGA mótaröðinni síðan 1983. Garrigus endaði mótið á 13 höggum undir pari. Frábær á einni braut, ágætur á rest.