Public deli
Public deli

Fréttir

Fyrsti sigur Taylor Moore
Mánudagur 20. mars 2023 kl. 08:22

Fyrsti sigur Taylor Moore

Taylor Moore vann sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni á Valspar mótinu nú um helgina. Frábær fugl á 16. holu og dýrkeypt mistök á lokaholunum hjá helstu keppinautum hans Jordan Spieth og Adam Schenk tryggðu Moore sigurinn.

Jordan Spieth sem var sannarlega eftirlæti áhorfenda á Copperhead vellinum lék stöðugt golf og hafði þegar hann koma á 16. holu náð í þrjá fugla og fengið aðeins einn skolla. Hörmulegt teighögg Spieth endaði í tjörn hægra megin við flötina og skolli varð niðustaðan. Adam Schenk sem hafði verið í forystu frá fyrsta degi átti skelfilegt drive á lokaholunni þar sem hann endaði fyrir aftan tré. Hann þurfti að slá til hliðar með vinstri handar sveiflu og átti þá eftir um 90 metra að erfiðri holustaðsetningu. Honum tókst ekki að ná pari.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Taylor Moore lék hinsvegar síðustu 9 holurnar frábærlega, fékk þrjá fugla á 12., 15. og 16. Paraði svo síðustu tvær holurnar og sigraði með einu höggi.