Fréttir

Frábært hjá Hjaltabörnum í Danmörku
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 10. október 2022 kl. 06:43

Frábært hjá Hjaltabörnum í Danmörku

Golfsystkinin Pamela Ósk Hjaltadóttir og Hjalti Kristján Hjaltason, ungir kylfingar í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, tóku nýlega þátt í sterku móti á Global Junior Golf mótaröðinni sem fram fór á Lubker golfvellinum í Danmörku. 

Leiknir voru þrír hringir á þessum glæsilega golfvelli og stóðu þau sig virkilega vel.

Hjalti sigraði í sínum flokki, 14 ára og yngri drengja, var hann þremur höggum á undan þeim sem hafnaði í öðru sæti.

Pamela endaði í öðru sæti í sínum flokki, 14 ára og yngri stelpur. Var hún þremur höggum á eftir henni Matilde Modesti frá Ítalíu sem stóð uppi sem sigurvegari.

Úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.