Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Frábær kvennastemmning í Leirunni - myndir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 6. júní 2024 kl. 09:30

Frábær kvennastemmning í Leirunni - myndir

Á annað hundrað konur mættu á konukvöld í golfskálanum í Leiru í lok maí. Konur úr Golfklúbbi Suðurnesja komu saman og buðu stöllum sínum úr Golfklúbbi Grindavíkur og þá var Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ sérstakur gestur.

Hulda sagði að Golfklúbbbur Suðurnesja ætti nýjasta Íslandsmeistara karla, Loga Sigurðsson en ekki síður merkilega sögu kvennamegin en Guðfinna Sigurþórsdóttiri var fyrsti Íslandsmeistari kvenna og vann í þrígang (1968-1970). Þá hefði dóttir hennar, Karen Sævarsdóttir bætt um betur því hún varð Íslandsmeistari kvenna átta ár í röð (1989-1996) en Íslandsmótið í golfi verður haldið á Hólmsvelli í Leiru í júlí í sumar.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Dagskrá sumarsins var kynnt en sú breyting er á að nú verður kvennagolfið á miðvikudögum í stað mánudaga áður. GG konur voru boðnar sérstaklega velkomnar og þakkaði Arna Magnúsdóttir fyrir hönd Kvennaráðs GG fyrir móttökurnar og hlýjar kveðjur.

Kvennaráð var með tískusýningu þar sem nýjasti golffatnaður var sýndur frá Golfcompany.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á konukvöldinu.