Fleetwood sigraði í Dubai - dýr mistök hjá Rory
Englendingurinn Tommy Fleetwood sigraði á fyrsta móti nýs árs á DP mótaröðinni þegar hann lék best á Dubai Invitational sem lauk í gær. Fleetwood setti niður erfitt pútt á síðustu flötinni sem tryggði honum sigurinn.
Rory McIlroy háði harða baráttu við félaga sinn úr Ryder liðinu Evrópu en hann gerði afdrifarík mistök nokkrum sinnum í lokahringnum, setti m.a. upphafshöggið á 18. teig í vatnið, þrípúttaði hálfan metra og gerði fleiri mistök. En fékk líka fjóra fugla í röð um miðbikið.
Fleetwood endaði 72 holurnar á 19 höggum undir pari, einu höggi á undan Rory og Thriston Lawrence frá S-Afríku.
Hér má sjá að neðan vinningspúttið hjá Fleetwood, hálfs metra þrípútt og geggjað glompuhögg frá Rory.
Birdie-birdie finish.@TommyFleetwood1 wins in Dubai! 🏆#DubaiInvitational pic.twitter.com/pVB4zVhJVE
A three putt from two feet for Rory.@TommyFleetwood1 takes the solo lead.#DubaiInvitational pic.twitter.com/hnkgCMpp18
One of Rory's best shots from 2023 🙌 #DubaiDesertClassic | #RolexSeries pic.twitter.com/44Rm9G5adX