Fréttir

Fjórir ungir Íslendingar keppa á European Young Masters
Perla Sól lék frábærlega í Finnlandi í gær
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 23. júlí 2021 kl. 08:56

Fjórir ungir Íslendingar keppa á European Young Masters

Í gær hófst í Finnlandi keppni á European Young Masters. Fjórir íslenskir kylfingar eru á meðal þáttakenda á mótinu.

Í piltaflokki lék Skúli Gunnar Ágústsson fyrsta hringinn á 6 höggum yfir pari og er í 28. sæti. Félagi hans úr Golfklúbbi Akureyrar Veigar Heiðarsson lék á 84 höggum og er í 48. sæti.

Í stúlknaflokki lék Perla Sól Sigurbrandsdóttir frábærlega á 71 höggi og er 3. sæti. Helga Signý Pálsdóttir lék á 83 höggum.

Mótið er einnig liðakeppni og er íslenska liðið sem stendur í 13. sæti af 22. þjóðum.

Staðan í mótinu