Fréttir

Fimm kylfingar fengu úthlutuðum styrk frá Forskoti afrekssjóði kylfinga
Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá eru á meðal þeirra fimm kylfinga sem fengu úthlutun úr sjóðnum.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 18. janúar 2022 kl. 21:32

Fimm kylfingar fengu úthlutuðum styrk frá Forskoti afrekssjóði kylfinga

Fimm íslenskir afrekskylfingar fengu á dögunum styrk frá Forskoti afrekssjóði kylfinga fyrir keppnistímabilið 2022.

Þetta er 11. árið í röð sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til íslenskra kylfinga í fremstu röð.

Kylfingarnir sem fengu styrk frá sjóðnum að þessu sinni eru: Axel Bóasson, Aron Snær Júlíusson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Haraldur Franklín Magnús.

Fyrirtækin sem að sjóðnum standa eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa Lónið auk Golfsambands Íslands.

Athygli vekur að kylfingarnir Andri Þór Björnsson og Bjarki Pétursson sem léku á Áskorendamótaröð Evrópu á síðasta ári eru ekki á meðal styrkþega í ár. Tekið skal fram að ekki er vitað hvort þeir voru á meðal umsækjenda.