Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Fékk albatross og fór holu í höggi  á sama hringnum
Skorkort McCarthy á hringnum ótrúlega.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 11. janúar 2022 kl. 12:16

Fékk albatross og fór holu í höggi á sama hringnum

Írinn Rowan McCarthy átti sinn eftirminnilegasta golfhring þann 5. janúar síðastliðinn. McCarthy sem er með 20 í forgjöf var þá við leik á Wembley Golf Club í Perth í Ástralíu.

Hringurinn sem var liður í punktakeppnismóti fór frekar venjulega af stað. Pör hér og þar, skollar nokkrir og einhverjar sprengjur.

Örninn 2025
Örninn 2025

Fyrst dró til tíðinda þegar McCarthy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 12 braut sem er 169 metra löng. Rowan sló með 7 járni og boltinn hvarf í holu. Í sæluvímu lék hann næstu tvær brautir á tvöföldum og þreföldum skolla.

Svo gerðist það ótrúlega á 15. brautinni sem er par 5. Eftir gott teighögg sló hann með 5 járni af 185 metra færi og boltinn endaði í holu. Hann hafði þar með farið holu í höggi og fengið albatross á sama hringnum.

Skrautlegur hringur sem skilaði sér í þriðja lægsta skori ferilsins hjá þessum kylfingi. Hann fékk 39 punkta sem dugði til sigurs í mótinu.

Samkvæmt vefsíðunni doubleeagle.org er McCarthy 22. kylfingurinn sem afrekar að ná þessari tvennu á einum og sama hringnum. Á þeim lista er einnig goðsögnin John Wooden einn þekktasti körfuboltaþjálfari sögunnar.