Evrópa vann ungmenna Solheim bikarinn
Evrópa vann ungmenna Solheim bikarinn annað skiptið í röð. Evrópsku stelpurnar léku við hvern sinn fingur á La Zagaleta golfvellinum á Spáni og unnu góðan sigur með 14 vinningum gegn 10.
Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópa vinnur „junior“ Solheim tvisvar í röð. Í vikunni verður barist um Solheim bikarinn hjá þeim eldri og verður leikið á Finca Cortesin golfvellinum í Andalúsíu á Spáni. Bandaríkin hafa unnið Solheim bikarinn tíu sinnum en Evrópa sjö sinnum.
Sænska golfstjarnan Suzann Pettersen átti sigurpúttið í síðustu viðureign og tryggði Evrópu sigur. Hún er einvaldur og fyrirliði liðsins.
🗣️ "Women's golf is about to explode!" 💥
European Solheim Cup captain Suzann Pettersen talks about how much women's golf has grown 📈 pic.twitter.com/kMJeKL1afd