Fréttir

Evrópa vann ungmenna Solheim bikarinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 19. september 2023 kl. 17:41

Evrópa vann ungmenna Solheim bikarinn

Evrópa vann ungmenna Solheim bikarinn annað skiptið í röð. Evrópsku stelpurnar léku við hvern sinn fingur á La Zagaleta golfvellinum á Spáni og unnu góðan sigur með 14 vinningum gegn 10.

Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópa vinnur „junior“ Solheim tvisvar í röð. Í vikunni verður barist um Solheim bikarinn hjá þeim eldri og verður leikið á Finca Cortesin golfvellinum í Andalúsíu á Spáni. Bandaríkin hafa unnið Solheim bikarinn tíu sinnum en Evrópa sjö sinnum.

Sænska golfstjarnan Suzann Pettersen átti sigurpúttið í síðustu viðureign og tryggði Evrópu sigur. Hún er einvaldur og fyrirliði liðsins.