Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Enn sigra Bandaríkjamenn í Forsetabikarum
Justin Thomas og Jordan Spieth unnu alla fjóra leiki sína sem þeir spiluðu saman, Spieth vann síðan fimmta leikinn í tvímenningi en Justin tapaði.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 25. september 2022 kl. 22:22

Enn sigra Bandaríkjamenn í Forsetabikarum

Bandaríkjamenn sigruðu í Forsetabikarnum og höfðu betur gegn Alþjóða liðinu á Quail Hollow vellinum í Charlotte í Bandaríkjunum. Lokatölur urðu 17,5 gegn 12,5 vinningum. 

Úrslit í tvímenningi urðu 6,5 gegn 5,5 en fyrir lokaumferðina voru Bandaríkjamenn með fjögurra vinninga forskot. Þeir byrjuðu betur og komust í 8-2 eftir tvo keppnisdaga en Alþjóða liðið vann tvo vinninga í fjórbolta í fjórðu umferðinni og minnkuðu muninn. Það náði þó ekki að gera meira á lokadeginum og Bandaríkjamenn fögnðu sigri enn einu sinni. 

Tveir kylfingar voru með fullt hús stiga, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth vann fimm leiki og liðsfélagi hans Max Homa fjóra en hann hvíldi eina umferð. 

Bandaríkjamenn hafa sigrað tólf sinnum frá því mótið var haldið fyrst árið 1994. Alþjóða liðið hefur aðeins einu sinni sigrað en einu sinni var jafntefli. 

Fyrirliðar liðanna voru Davis Love fyrir Bandaríkin og Trevor Immelman fyrir Alþjóða liðið.

Bandaríska liðið í Forsetabikarnum 2022.

Alþjóða liðið með kylfusveinum.