Enn ein stórstjarnan fram á sjónarsviðið - áhugamaður vann atvinnumannamót á PGA
Tvítugur bandarískuyr áhugamaður, Nick Dunlap, sigraði óvænt á American Express mótinu á PGA mótaröðinni um síðustu helgi. Það hefur ekki gerst á mótaröðinni í 33 ár eða síðan Phil Mickelson sigraði árið 1991. Dunlap lék þriðja hringinn á 60 höggum og setti svo niður tveggja metra pútt á 72. flöt fyrir sigri. 64-65-
S-Afríku maðurinn Christiaan Bezuidenhout hirti hins vegar peningaverðlaunin fyrir 1. sætið því áhugamaðurinn má ekki þiggja þau. Ungi kylfingurinn lék frábært golf í mótinu en hann hefur heldur betur látið vita af sér í stærstu áhugamannamótunum. Hann vann t.d. bandaríska áhugamannamótið (US amateur) 2023 og US Junoir 2021 og er eini kylfingurinn fyrir utan Tiger Woods sem hefur sigrað á þessum stærstu mótum áhugamanna. Þegar hann var tólf ára, árið 2016, lék hann á 59 höggum í unglingamóti og vann það með þrettán högga mun.
Nú er spurningin sem er komin upp, gerist hann atvinnumaður áður en hann lýkur háskólanáminu í Alabama?
Hér eru brot af því besta í myndskeiðum frá mótinu - mörg mögnuð högg frá Dunlap og í lokin má sjá þegar hann tryggir sér sigurinn.